Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 11. september 2021 05:55
Victor Pálsson
Ísland í dag - Spenna um allt land
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það verður mikið fjör í íslenska boltanum í dag en leikið er í bæði Pepsi Max-deildinni, Lengjudeildinni sem og neðri deildum.

Í efstu deild þarf ÍA nauðsynlega á sigri að halda gegn Leikni Reykjavík á heimavelli en liðið er fyrir umferðina á botninum með 12 stig, fimm stigum frá öruggu sæti.

ÍA getur fallið niður um deild ef liðinu mistekst að vinna og Fylkir vinnur KA á útivelli á sama tíma. Þá þyrfti Keflavík að ná að minnsta kosti stigi gegn KR.

Stórleikur umferðarinnar er klukkan 20:00 í kvöld er Breiðablik fær Val í heimsókn í toppslag. Blikar eru fyrir leikinn á toppnum með 41 stig en Valur er í þriðja sæti með 36 stig.

Víkingur Reykjavík er í þriðja sætinu með 39 stig og spilar við HK klukkan 17:00. HK er í fallbaráttu og þarf á stigum að halda.

Í Lengjudeildinni á Þróttur R. í hættu á að falla niður í 2. deildina ef liðið nær ekki þremur stigum gegn ÍBV. Þróttarar þurfa á sigri að halda og treysta á að Þór misstígi sig gegn Selfoss á sama tíma.

Einnig er hart barist í 2. deildinni þar sem KV og Völsungur eigast við. Völsungur er fyrir leikinn í þriðja sætinu, einu stigi á eftir KV sem situr í því öðru. KV tryggir sér sæti í Lengjudeildinni með sigri.

laugardagur 11. september

Pepsi Max-deild karla
14:00 KA-Fylkir (Greifavöllurinn)
14:00 Keflavík-KR (HS Orku völlurinn)
14:00 ÍA-Leiknir R. (Norðurálsvöllurinn)
17:00 Víkingur R.-HK (Víkingsvöllur)
20:00 Breiðablik-Valur (Kópavogsvöllur)

Lengjudeild karla
14:00 Þór-Selfoss (SaltPay-völlurinn)
14:00 Víkingur Ó.-Grótta (Ólafsvíkurvöllur)
14:00 ÍBV-Þróttur R. (Hásteinsvöllur)
14:00 Afturelding-Grindavík (Fagverksvöllurinn Varmá)
14:00 Fjölnir-Vestri (Extra völlurinn)
14:00 Kórdrengir-Fram (Domusnovavöllurinn)

2. deild karla
14:00 Reynir S.-Fjarðabyggð (BLUE-völlurinn)
14:00 Völsungur-KV (Vodafonevöllurinn Húsavík)
14:00 Leiknir F.-Njarðvík (Fjarðabyggðarhöllin)
14:00 Þróttur V.-Magni (Vogaídýfuvöllur)
15:00 KF-ÍR (Ólafsfjarðarvöllur)

3. deild karla
14:00 Ægir-KFG (Þorlákshafnarvöllur)
14:00 ÍH-Höttur/Huginn (Skessan)
14:00 Víðir-Augnablik (Nesfisk-völlurinn)
14:30 Sindri-KFS (Sindravellir)
16:00 Tindastóll-Einherji (Sauðárkróksvöllur)
16:00 Dalvík/Reynir-Elliði (Dalvíkurvöllur)

4. deild karla - úrslitakeppni
14:00 Hamar-Vængir Júpiters (Grýluvöllur)
16:00 KH-Kormákur/Hvöt (Origo völlurinn)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner