Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   lau 11. september 2021 14:01
Victor Pálsson
Leik Vendsyssel og Lyngby hætt - Leikmaður í hjartastopp
Stuðningsmenn Lyngby.
Stuðningsmenn Lyngby.
Mynd: Getty Images
Óhugnanlegt atvik átti sér stað í dönsku B-deildinni í dag er Vendsyssel og Lyngby áttust við í eina leik dagsins.

Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby en eftir um klukkutíma þurfti að stöðva leik eftir að leikmaður að nafni Wessam Abou Ali féll til jarðar.

Abou Ali hafði komið inná sem varamaður í seinni hálfleik en hann er á mála hjá Vendsyssel.

Leikmaðurinn fór í hjartastopp á miðjum vellinum og þurfti að hringja á sjúkrabíl um leið sem flutti Abou Ali á sjúkrahús. Líða hans er óljós að svo stöddu.

Um er að ræða aðeins 22 ára gamlan leikmann sem kom til Vendsyssel frá Silkeborg í sumar.

Tekið var ákvörðun um að aflýsa þessum leik í kjölfarið en staðan var 1-1 þegar atvikið átti sér stað.

Atvikið minnir á hryllinginn sem átti sér stað á EM í sumar er Christian Eriksen, leikmaður Dana, fór í hjartastopp í leik gegn Finnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner