Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 11. september 2021 12:00
Hafliði Breiðfjörð
Leynihandaband Dóru Maríu og Mistar afhjúpað
Dóra María og Mist kyssa Íslandsmeistarabikarinn í gærkvöldi.
Dóra María og Mist kyssa Íslandsmeistarabikarinn í gærkvöldi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur varð Íslandsmeistari kvenna þetta sumarið með miklum yfirburðum. Hluta af yfirburðum liðsins mátti rekja til samvinnu Dóru Maríu Lárusdóttur og Mistar Edvardsdóttur. Dóra María með sínar eitruðu sendingar inn í teiginn, oft úr föstum leikatriðum, áttu það oft til að hitta á kollinn á Mist.

Í sigurleik gegn Fylki í árbænum fyrr í sumar skoraði Mist tvisvar eftir undirbúning Dóru Maríu. Í þeim leik frumsýndu þær leynihandaband stuttu eftir að liðið hafði fagnað öðru markinu.

Umræðan um leynihandabandið fór milli þeirra sem sáu en einhverra hluta vegna tókst myndavélum á staðnum ekki að fanga augnablikið. Það sama gerðist svo í leik gegn Tindastóli einhverju síðar.

Eftir að Valur tók á móti Íslandsmeistarabikarnum í gærkvöldi fékk Fótbolti.net þær Dóru Maríu og Mist til að leika handabandið eftir. Myndir af því má svo sjá hér að neðan.
Athugasemdir
banner
banner