Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 11. september 2021 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Pepsi Max-deildin: Víkingur á toppinn eftir þægilegan sigur á HK
Erlingur Agnarsson skoraði tvívegis fyrir Víking
Erlingur Agnarsson skoraði tvívegis fyrir Víking
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. 3 - 0 HK
1-0 Nikolaj Andreas Hansen ('36 )
2-0 Erlingur Agnarsson ('58 )
3-0 Erlingur Agnarsson ('80 )
Lestu um leikinn

Víkingur R. er komið í toppsæti Pepsi Max-deildar karla eftir 3-0 sigur á HK í Víkinni í kvöld.

Heimamenn voru ívið sterkari í þeim fyrri. Kristall Máni Ingason átti öflugt skot sem Arnar Freyr Ólafsson varði aftur fyrir endamörk.

Á 36. mínútu dró til tíðinda. Nikolaj Hansen skoraði með skalla eftir glæsilega sendingu frá Pablo Punyed og staðan í hálfleik, 1-0, fyrir heimamönnum.

Erlingur Agnarsson bætti við öðru marki á 58. mínútu með föstu skoti eftir að það datt laus bolti fyrir utan teig HK-inga. Hann gerði annað mark sitt tíu mínútum fyrir leikslok eftir að hann fékk boltann fyrir aftan miðju, keyrði upp völlinn í átt að vítateig HK-inga og lét vaða á markið.

Lokatölur 3-0 fyrir Víking sem er í toppsætinu með 42 stig, þegar tveir leikir eru eftir. Breiðablik er í öðru sæti með 41 stig en liðið mætir Val í hörkuleik á Kópavogsvelli klukkan 20:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner