Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 11. september 2021 12:25
Victor Pálsson
Ronaldo selt miklu fleiri treyjur en Messi
Mynd: Heimasíða Man Utd
Stórstjörnurnar tvær Lionel Messi og Cristiano Ronaldo skiptu um félag í sumar en þessir leikmenn voru lengi erkifjendur í liðum Barcelona og Real Madrid.

Messi yfirgaf Barcelona í sumar fyrir Paris Saint-Germain og Ronaldo gekk þá aftur í raðir Manchester United frá Real Madrid.

Það er ansi athyglisvert að skoða það að Ronaldo hefur selt mun meira af treyjum síðan hann kom til Man Utd á lokadegi félagaskiptagluggans.

LoveTheSales greinir nú frá því að Ronaldo sé búinn að selja treyjur fyrir 187 milljónir punda um allan heim en Messi aðeins 103 milljónir punda þrátt fyrir að hafa komið til PSG mun fyrr.

Margir stuðningsmenn Man Utd hafa keypt sér treyju merkta Ronaldo með númerinu sjö eins - sama númeri og hann klæddist fyrir 12 árum síðan á Old Trafford.

Að sama skapi hafa treyjur með nafni Ronaldo selst 600 sinnum meira en á síðasta ári er hann lék með Juventus.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner