Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 11. september 2021 23:18
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Athletic Bilbao taplaust á toppnum
Inaki Willams skoraði seinna mark Bilbao
Inaki Willams skoraði seinna mark Bilbao
Mynd: EPA
Athletic Bilbao vann Mallorca 2-0 í spænsku deildinni í dag en liðið er án taps eftir fyrstu fjóra leikina.

Dani Vivian gerði fyrsta mark Bilbao á 68. mínútu og sex mínútum síðar skoraði Inaki Williams fyrsta mark sitt á tímablinu.

Þetta var annar sigur Athletic í deildinni en liðið hefur spilað fjóra leiki, unnið tvo og gert tvö jafntefli. Liðið er á toppnum með 8 stig.

Levante og Rayo Vallecano gerðu 1-1 jafntefli. Rogert Marti skoraði úr víti á 39. mínútu áður en það var Sergi Guardiola sem skemmti partíið með því að jafna í blálokin.

Úrslit og markaskorarar:

Athletic 2 - 0 Mallorca
1-0 Dani Vivian ('68 )
2-0 Inaki Williams ('74 )

Levante 1 - 1 Rayo Vallecano
1-0 Roger Marti ('39 , víti)
1-1 Sergi Guardiola ('90 )
Athugasemdir
banner