Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 11. september 2021 15:26
Victor Pálsson
Þýskaland: Dortmund vann Leverkusen í stórkostlegum leik
Mynd: Getty Images
Einn skemmtilegasti leikur sumarsins fór fram í dag er Bayer Leverkusen og Borussia Dortmund áttust við í Þýskalandi.

Þetta var leikur í fjórðu umferð deildarinnar en Dortmund hafði betur með fjórum mörkum gegn þremur.

Leverkusen komst þrisvar yfir í þessum leik en mistókst að halda forystunni. Erling Haaland skoraði tvö í sigri Dortmund og það seinna úr vítaspyrnu.

Fjórir aðrir leikir fóru fram og þar á meðal leikur Union Berlin og Augsburg þar sem Alfreð Finnbogason var fjarri góðu gamni.

Wolfsburg vann 2-0 sigur á Greuther Furth og vann Mainz lið Hoffenheim óvænt á útivelli með sömu markatölu. Freiburg og Köln gerðu þá 1-1 jafntefli.

Bayer 3 - 4 Borussia D.
1-0 Florian Wirtz ('9 )
1-1 Erling Haaland ('37 )
2-1 Patrik Schick ('45 )
2-2 Julian Brandt ('49 )
3-2 Moussa Diaby ('55 )
3-3 Raphael Guerreiro ('71 )
3-4 Erling Haaland ('77 , víti)

Union Berlin 0 - 0 Augsburg

Freiburg 1 - 1 Koln
0-1 Anthony Modeste ('33 )
0-2 Rafael Czichos ('89 , sjálfsmark)
Rautt spjald: Florian Kainz, Koln ('74)

Hoffenheim 0 - 2 Mainz
0-1 Jonathan Michael Burkardt ('21 )
0-2 Marcus Ingvartsen ('77 )

Greuther Furth 0 - 2 Wolfsburg
0-1 Lukas Nmecha ('10 )
0-2 Wout Weghorst ('90 , víti)
Athugasemdir
banner
banner