lau 11. september 2021 20:39
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Leipzig fékk skell gegn Bayern
Leroy Sane skoraði fyrir Bayern
Leroy Sane skoraði fyrir Bayern
Mynd: EPA
RB Leipzig 1 - 4 Bayern
0-1 Robert Lewandowski ('12 , víti)
0-2 Jamal Musiala ('47 )
0-3 Leroy Sane ('54 )
1-3 Konrad Laimer ('58 )
1-4 Eric Choupo-Moting ('90 )

Þýskalandsmeistarar Bayern München unnu RB Leipzig 4-1 í þýsku deildinni í dag. Gestirnir komust þremur mörkum yfir í leiknum.

Robert Lewandowski gerði fyrsta markið úr vítaspyrnu á 12. mínútu leiksins.

Bayern var betri aðilinn og nýtti sér stöðuna með því að bæta við tveimur mörkum á fyrstu ellefu mínútum síðari hálfleiks.

Fyrst var það hinn ungi og efnilegi Jamal Musiala á 47. mínútu og svo kom Leroy Sane öflugur eftir landsleikinn gegn Íslandi á dögunum og gerði þriðja markið í dag.

Konrad Laimer minnkaði muninn fjórum mínútum síðar áður en Eric Choupo-Moting gulltryggði sigur Bayern undir lokin. Lokatölur 4-1 fyrir Bayern sem er með 10 stig í 2. sæti en Wolfsburg er á toppnum með fullt hús stiga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner