Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 11. september 2022 14:42
Brynjar Ingi Erluson
Sex marka jafntefli hjá Söru og Önnu Björk - Sveindís kom af bekknum í stórsigri
Sara Björk var í byrjunarliði Juventus
Sara Björk var í byrjunarliði Juventus
Mynd: Getty Images
Sveindís Jane kom við sögu í stórsigri Wolfsburg
Sveindís Jane kom við sögu í stórsigri Wolfsburg
Mynd: Mirko Kappes
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, var í byrjunarliði Juventus sem gerði 3-3 jafntefli við erkifjendur þeirra í Inter í Seríu A í dag. Anna Björk Kristjánsdóttir var í liði Inter.

Juventus náði tveggja marka forystu gegn Inter og var seinna markið sérstaklega fallegt hjá Lineth Beerensteyn en hún lék sér þá með boltann við mark Inter áður en hún þrumaði honum í netið.

Inter kom til baka í síðari hálfleiknum. Tabita Chawinga skoraði tvö fyrir Inter í síðari hálfleiknum og jafnaði leikinn. Sara fór af velli á 70. mínútu en þrettán mínútum síðar var Linda Sembrant rekin af velli og Juventus því manni færri.

Þrátt fyrir það tókst Cristiönu Girelli að koma Juventus yfir. Sex mínútum var bætt við venjulegan leiktíma og tókst Inter að nýta sér það. Ghoutia Karchouni skoraði á þriðju mínútu í uppbótartíma og tryggði Inter stig. Anna Björk spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Inter.

Bæði lið eru með fjögur stig eftir tvo leiki.

Sveindís Jane Jónsdóttir kom þá af bekknum í 8-2 sigri Wolfsburg á Gutersloh í þýska bikarnum. Staðan var 4-2 fyrir Wolfsburg er Sveindís kom inná á 70. mínútu en þýska stórliðið bætti við fjórum til viðbótar áður en flautað var til leiksloka. Þýska landsliðskonan Alexandra Popp skoraði fjögur mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner