Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 11. september 2022 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona ætlar í mál við Atlético vegna Griezmann
Antoine Griezmann
Antoine Griezmann
Mynd: EPA
Spænska félagið Barcelona ætlar að höfða mál gegn Atlético Madríd vegna franska sóknarmannsins Antoine Griezmann. Þetta kemur fram í Mundo Deportivo.

Barcelona borgaði 120 milljónir evra fyrir Griezmann er félagið keypti hann frá Atlético.

Griezmann spilaði tvö tímabil fyrir Barcelona þar sem hann skoraði 35 mörk í 102 leikjum áður en hann var lánaður til Atlético Madríd.

Hann hefur verið á láni þar síðan. Í lánssamningnum kemur fram að ef Griezmann spilar 50 prósent af leikjunum þá þarf Atlético að kaupa hann fyrir 40 milljónir evra.

Frakkinn spilaði 81 prósent af leikjunum á síðasta tímabili og telur því Barcelona að Atlético eigi að borga 40 milljónir evra. Atlético er ósammála því og segir að sá samningur gildi yfir tvö ár.

Því hefur Atlético verið að skipta Griezmann inná eftir 60. mínútu í hverjum leik, því samkvæmt klásúlunni gildir samkomulagið bara ef hann spilar 45 mínútur eða meira. Atlético er því að gera þetta til að sleppa við að borga fyrir leikmanninn.

Barcelona ætlar að leita réttar síns í þessu máli en það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner