Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 11. september 2022 12:50
Brynjar Ingi Erluson
Bayern hefur ekkert rætt við föruneyti Kane
Harry Kane
Harry Kane
Mynd: EPA
Mathys Tel
Mathys Tel
Mynd: EPA
Þýska félagið Bayern München hefur ekkert verið í sambandi við föruneyti enska landsliðsmannsins Harry Kane en þetta segir Hasan Salihamidzic, yfirmaður íþróttamála hjá Bayern, í samtali við Sport1.

Kane hefur lengi vel verið orðaður við Bayern og er talið að þýska félagið ætli að leggja fram tilboð í hann á næsta ári, þegar hann á ár eftir af samningi sínum hjá Tottenham.

Englendingurinn hefur alltaf verið opinn fyrir því að reyna fyrir sér annars staðar. Manchester City reyndi að fá hann á síðasta ári en Daniel Levy, eigandi Tottenham, hafði engan áhuga á að selja framherjann.

Salihamidzic, yfirmaður íþróttamála hjá Bayern, var spurður út í Kane en hann segist ekkert hafa rætt við leikmanninn.

„Ég hef ekki talað við neinn i í föruneyti Harry Kane. Við höfum trú á þeim leikmönnum sem eru hjá Bayern. Serge Gnabry, Sadio Mane, Eric Maim Choupo-Moting og Mathys Tel. Þetta eru leikmennirnir sem eiga að vaxa í hlutverkin. Við erum með átta leikmenn í fjórum stöðum og þegar allt kemur till als verður þú að skoða hvað er í boði á markaðnum og við fundum engan sem er betri en það sem við erum nú þegar með," sagði Salihamidzic.

Bayern keypti franska sóknarmanninn Mathys Tel frá Rennes í sumar en sá hefur slegið í gegn þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára gamall.

„Hann er 17 ára en fáir í þessum heimi eru með gæðin sem hann er með. Hann hefur hæfileikana til að vera frábær og er sá hæfileikaríkasti í þessari stöðu í allri Evrópu," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner