Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 11. september 2022 20:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Sauð upp úr er Bonucci bjargaði stigi í uppbótartíma
Bonucci
Bonucci
Mynd: EPA
Milik
Milik
Mynd: EPA

Juventus fékk Salernitana í heimsókn í kvöld. Salernitana hefði jafnað Juventus af stigum með sigri.


Útlitið var ansi gott fyrir Salernitana í hálfleik þar sem liðið var 2-0 yfir. Krzysztof Piatek skoraði seinna markið úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Bremer minnkaði muninn fyrir Juventus snemma í síðari hálfleik en svo var komið í uppbótartíma þegar Juventus fékk vítaspyrnu. Leandro Bonucci steig á punktinn en klikkaði. Hann náði hins vegar frákastinu og kom boltanum í netið og jafnaði metin.

Juventus menn voru ekki hættir og þegar fimm mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma skallaði Arkadiusz Milik boltann í netið og hélt að hann væri að tryggja Juventus stigin þrjú.

Hann fagnaði því vel og innilega með því að fara úr treyjunni og fékk sitt seinna gula spjald fyrir. Að lokum var markið svo dæmt af vegna rangstöðu.

Í kjölfarið sauð allt uppúr og Massimo Allegri stjóri Juventus fékk brottrekstur ásamt Juan Cuadrado leikmanni liðsins. Þá fékk Federico Fazio leikmaður Salernitana einnig að líta rauða spjaldið.

Lazio vann góðan 2-0 sigur á Verona.

Juventus 2 - 2 Salernitana
0-1 Antonio Candreva ('18 )
0-2 Krzysztof Piatek ('45 , víti)
1-2 Kasper Bremer ('51 )
2-2 Leonardo Bonucci ('90 )
2-2 Leonardo Bonucci ('90 , Misnotað víti)
Rautt spjald: , ,Juan Cuadrado, Juventus ('90)Federico Fazio, Salernitana ('90)Arkadiusz Milik, Juventus ('90)

Lazio 2 - 0 Verona
1-0 Ciro Immobile ('68 )
2-0 Luis Alberto ('90 )


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 32 16 7 9 57 38 +19 55
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 32 4 16 12 30 48 -18 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner