Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 11. september 2022 15:03
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Tryggði Lecce stig eftir að hafa komið inná fyrir Þóri
Þórir Jóhann spilaði í jafntefli gegn Monza
Þórir Jóhann spilaði í jafntefli gegn Monza
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Beto skoraði tvö fyrir Udinese eftir að hafa komið inná sem varamaður
Beto skoraði tvö fyrir Udinese eftir að hafa komið inná sem varamaður
Mynd: EPA
Marko Arnautovic skoraði sigurmark Bologna
Marko Arnautovic skoraði sigurmark Bologna
Mynd: Getty Images
Lecce og Monza gerðu 1-1 jafntefli í nýliðaslag í Seríu A í dag en íslenski landsliðsmaðurinn Þórir Jóhann Helgason var í byrjunarliði Lecce í leiknum.

Þórir Jóhann var að byrja annan leik sinn í Seríu A á þessari leiktíð en lið hans var 1-0 undir í hálfleik eftir mark frá Stefano Sensi á 35. mínútu.

Marco Baroni, þjálfari Lecce, tók Þóri af velli í hálfleik og setti Joan Gonzalez inn, en sá þakkaði þraustið með því að jafna metin tæpum þremur mínútum eftir að hafa komið inná.

Lokatölur 1-1. Lecce er í 17. sæti með 3 stig.

Atalanta og nýliðar Cremonese gerðu einnig 1-1 jafntefli. Mörkin komu með tæplega fjögurra mínútna millibili. Merih Demiral kom Atalanta yfir á 74. mínútu áður en Emanuele Valeri jafnaði á 78. mínútu. Atalanta er í 2. sæti með 14 stig.

Bologna lagði Fiorentina, 2-1. Liðið lenti undir á 54. mínútu en Musa Barrow jafnaði fimm mínútum síðar. Marko Arnautovic gerði svo sigurmarkið á 62. mínútu og þar við sat.

Beto skoraði tvö mörk fyrir Udinese í 3-1 sigri á Sassuolo en öll mörk liðsins komu á síðustu fimmtán mínútum leiksins. Beto kom inná á 67. mínútu og jafnaði leikinn átta mínútum síðar. Hann skoraði svo annað mark sitt undir lok leiks áður en Lazar Samardzic tryggði sigurinn stuttu síðar.

Úrslit og markaskorarar:

Atalanta 1 - 1 Cremonese
1-0 Merih Demiral ('74 )
1-1 Emanuele Valeri ('78 )

Bologna 2 - 1 Fiorentina
0-1 Lucas Martinez ('54 )
1-1 Musa Barrow ('59 )
2-1 Marko Arnautovic ('62 )

Lecce 1 - 1 Monza
0-1 Stefano Sensi ('35 )
1-1 Joan Gonzalez ('48 )

Sassuolo 1 - 3 Udinese
1-0 Davide Frattesi ('33 )
1-1 Beto ('75 )
1-2 Beto ('90 )
1-3 Lazar Samardzic ('90 )
Rautt spjald: Ruan, Sassuolo ('43)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 32 16 7 9 57 38 +19 55
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 32 4 16 12 30 48 -18 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner
banner