Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. september 2022 14:15
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Madrídingar kláruðu dæmið á síðustu tuttugu mínútunum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Real Madrid 4 - 1 Mallorca
0-1 Vedat Muriqi ('35 )
1-1 Federico Valverde ('45 )
2-1 Vinicius Junior ('72 )
3-1 Rodrygo ('89 )
4-1 Antonio Rudiger ('90 )

Real Madrid vann góðan 4-1 sigur á Real Mallorca í La Liga á Spáni í dag.

Gestirnir frá Mallorca tóku forystuna á 35. mínútu. Vedat Muriqi skallaði þá aukaspyrnu Lee Kang-In í netið.

Madrídingar áttu fimmtán skot í fyrri hálfleiknum en það stafaði ekki mikil hætt af þeim og þurfti frábært einstaklingsframtak Federico Valverde til að jafna leikinn. Úrúgvæinn fékk boltann fyrir aftan miðju, keyrði á milli tveggja leikmanna, áður en hann skar sig inn að teignum og þrumaði boltanum efst í vinstra hornið.

Eden Hazard byrjaði fyrsta leik sinn síðan í janúar en það kom lítið úr honum. Hazard fór af velli á 59. mínútu leiksins.

Antonio Sanchez fékk gullið tækifæri til að koma Mallorca yfir á 65. mínútu en klúðraði fyrir opnu marki. Eftir það settu Madrídingar í næsta gír.

Vinicius Junior kom heimamönnum yfir á 72. mínútu eftir sendingu frá Rodrygo og undir lok leiks kom Rodrygo liðinu í 3-1 er hann lék sér að varnarmönnum Mallorca áður en hann skoraði.

Antonio Rüdiger gulltryggði sigurinn með góðum skalla eftir aukaspyrnu frá Toni Kroos og þar við sat. Lokatölur 4-1 og Real Madrid með fullt hús stiga á toppnum eftir fimm umferðir.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 32 25 6 1 70 22 +48 81
2 Barcelona 32 21 7 4 64 37 +27 70
3 Girona 32 21 5 6 67 40 +27 68
4 Atletico Madrid 32 19 4 9 59 38 +21 61
5 Athletic 32 16 10 6 52 30 +22 58
6 Real Sociedad 32 13 12 7 46 34 +12 51
7 Betis 32 12 12 8 40 38 +2 48
8 Valencia 32 13 8 11 35 34 +1 47
9 Villarreal 32 11 9 12 51 55 -4 42
10 Getafe 32 9 13 10 38 44 -6 40
11 Osasuna 32 11 6 15 37 46 -9 39
12 Sevilla 32 9 10 13 41 45 -4 37
13 Las Palmas 32 10 7 15 30 39 -9 37
14 Alaves 32 9 8 15 28 38 -10 35
15 Vallecano 32 7 13 12 27 39 -12 34
16 Mallorca 32 6 13 13 26 38 -12 31
17 Celta 32 7 10 15 37 47 -10 31
18 Cadiz 32 4 13 15 22 45 -23 25
19 Granada CF 32 3 9 20 33 61 -28 18
20 Almeria 32 1 11 20 31 64 -33 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner