banner
   mið 11. október 2017 02:14
Elvar Geir Magnússon
Bandaríkin ekki á HM - Panama til Rússlands eftir svakalega atburðarás
Christian Pulisic, leikmaður Bandaríkjanna,
Christian Pulisic, leikmaður Bandaríkjanna,
Mynd: Getty Images
Panama fer á HM!
Panama fer á HM!
Mynd: Getty Images
Panama fetar í fótspor Íslands en þetta litla land sem tengir saman Norður- og Suður-Ameríku hefur tryggt sér sæti í lokakeppni HM í fyrsta sinn í sögunni.

Roman Torres, leikmaður Seattle Sounders í Bandaríkjunum, reyndist hetja Panama en hann skoraði sigurmarkið gegn Kosta Ríka á 87. mínútu með frábærri afgreiðslu.

Panama endaði í þriðja sæti í CONCACAF-riðli undankeppninnar og fylgir Kosta Ríka og Mexíkó á HM í Rússlandi, þar sem Ísland verður að sjálfsögðu meðal þátttökulanda.

Hondúras endaði í fjórða sæti CONCACAF-riðilsins og mætir Ástralíu í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á HM.

Svo urðu risatíðindi þegar botnlið Trínidad og Tóbagó vann 2-1 sigur gegn Bandaríkjunum. Gríðarlega óvænt tíðindi sem urðu til þess að Bandaríkin enduðu í 5. sæti riðilsins og verða ekki með á HM í Rússlandi. Svakalegt áfall fyrir framþróun fótboltans í Bandaríkjunum.

Bandaríkin misstu síðast af HM árið 1986.

Panama 2 - 1 Kosta Ríka
Mörk Panama: Gabriel Torres og Roman Torres.
Mark Kosta Ríka: Johan Venegas.

Hondúras 3 - 2 Mexíkó
Mörk Hondúras: Alberth Elis, Romell Quioto og sjálfsmark,
Mörk Mexíkó: Oribe Peralta og Carlos Vela.

Trínidad og Tóbagó 2 - 1 Bandaríkin
Mörk Trinidad: Alvin Jones og sjálfsmark.
Mark Bandaríkjanna: Christian Pulisic.

Lokastaðan
1 Mexíkó 21 stig - Beint á HM
2 Kosta Ríka 16 stig - Beint á HM
3 Panama 13 stig - Beint á HM
4 Hondúras 13 stig - Umspil gegn Ástralíu
5 Bandaríkin 12 stig - Úr leik
6 Trínidad og Tóbagó 6 stig - Úr leik


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner