Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 11. október 2017 21:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Draugamark hjálpaði Panama að komast á HM
Bandaríkjamenn missa af HM. Hér liggur Christian Pulisic svekktur.
Bandaríkjamenn missa af HM. Hér liggur Christian Pulisic svekktur.
Mynd: Getty Images
Panama tryggði sér farseðilinn á sitt fyrsta Heimsmeistaramót með því að vinna Kosta Ríka 2-1 í nótt.

Panama endaði í þriðja sæti í CONCACAF-riðli undankeppninnar og fylgir Kosta Ríka og Mexíkó á HM í Rússlandi, þar sem Ísland verður að sjálfsögðu meðal þátttökulanda.

Kosta Ríka komst yfir í leiknum, en Panama jafnaði svo í upphafi seinni hálfleiks. Sigurmarkið kom svo þegar tvær mínútur voru eftir af uppbótartímanum, en það gerði Roman Torres.

Jöfnunarmark Panama átti þó líklega aldrei að standa. Boltinn virðist ekki fara yfir línuna, en dómarinn dæmdi markið gott og gilt.

Í Hondúras og Bandaríkjunum ríkir mikil reiði í augnablikinu.

Hondúras hefði farið beint á HM ef markið hefði ekki staðið og Bandaríkjamenn hefðu farið í umspil. Bandaríkjamenn eru hins vegar úr leik og Hondúras þarf að fara í umspil.

Hér að neðan má sjá myndband.







Athugasemdir
banner
banner
banner
banner