Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 11. október 2017 13:50
Elvar Geir Magnússon
Myndir: Heimir Guðjóns og gullaldartímabil FH
Heimir með fyrirliðabandið hjá FH.
Heimir með fyrirliðabandið hjá FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það brá mörgum í brún þegar Heimir Guðjónsson var rekinn úr þjálfarastólnum hjá FH í síðustu viku. Heimir hefur verið hjá FH síðan um aldamótin og verið lykilmaður á gullaldartíma Fimleikafélagsins.

Hann hefur verið leikmaður, aðstoðarþjálfari eða þjálfari í öllum átta Íslandsmeistaratitlum FH. Hann varð tvisvar Íslandsmeistari sem leikmaður, 2004 og 2005. Hann vann titilinn sem aðstoðarþjálfari 2006 og sem aðalþjálfari 2008, 2009, 2012, 2015 og 2016. Þá stýrði hann FH til bikarmeistaratitils 2010 og var aðstoðarþjálfari þegar bikarinn vannst 2007.

Það er ekki að ástæðulausu sem kallað hefur verið eftir styttu af Heimi í Krikanum.

Sjá einnig:
Heimir Guðjóns: Eina sem ég er ósáttur við er tímasetningin

Heimir hefur verið hjá FH öll þau ár sem Fótbolti.net hefur verið í loftinu og því um að gera að skoða aðeins söguna í gegnum myndabanka síðunnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner