Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 11. október 2017 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það var draumur Klopp að stýra Manchester United"
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, sem er í dag stjóri Liverpool, lét sig einu sinni dreyma um að stýra Manchester United.

Þetta segir Eckhard Krautzun, fyrrum stjóri Mainz í Þýskalandi.

Krautzun stýrði Mainz þegar Klopp var leikmaður þar. Krautzun, sem er 76 ára gamall, segir að Klopp hafi alltaf viljað þjálfa á Englandi og lið hans þar hafi verið Manchester United.

Krautzun talaði meira að segja við Sir Alex Ferguson um Klopp.

„Það var draumur hans að fara til England og hans uppáhalds lið var Manchester United. Hann sagði það," sagði Krautzun er hann ræddi við The Set Pieces.

„Ég sagði við (Sir Alex) Ferguson, 'Jurgen Klopp, ef hann fer erlendis, ef hann fer til Englands, þá vill hann fara til Manchester United."

„Þegar tilboðið kom frá Liverpool þá vissi ég að hann myndi ekki hika þar sem hann vildi þjálfa á Englandi."
Athugasemdir
banner
banner
banner