Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 11. október 2017 21:00
Elvar Geir Magnússon
Velja Hannes besta markvörð undankeppninnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Portúgalska vefsíðan goalpoint hefur opinberað val sitt á úrvalsliði undankeppni HM í Evrópu.

Við valið er stuðst við tölfræðiútreikning frá Opta en allir leikir undankeppninnar eru skoðaðir.

Ísland á sinn fulltrúa í úrvalsliðinu en það er markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson. Breiðhyltingurinn varði 84% af þeim skotum sem komu á mark Íslands sakvæmt útreikningum. Ísland fékk aðeins sjö mörk á sig í tíu leikjum.

Hannes er algjör lykilmaður í íslenska landsliðinu sem náði því frækna afreki á mánudaginn að verða fámennasta þjóðin til að tryggja sér sæti í lokakeppni HM.

Hann fær góðan félagsskap í úrvalsliði undankeppninnar. Sá leikmaður sem er með hæstu meðaleinkunnina er Eden Hazard hjá Belgíu.

Hér að neðan má sjá úrvalslið Goalpoint.
Athugasemdir
banner