Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 11. október 2018 16:30
Arnar Helgi Magnússon
Arda Turan nefbraut poppstjörnu í slagsmálum
Mynd: Getty Images
Fótboltaferill Arda Turan hefur legið niður á við síðustu árin en sá hefur verið duglegur að koma sér í fréttirnar fyrir misgáfulega hluti.

Turan leikur með Istanbul Basaksehir í Tyrklandi en er þó í eigu Barcelona sem vilja ekkert með hann hafa. Í maí mánuði var Turan dæmdur í sextán leikja bann í tyrknesku deildinni fyrir að ýta í aðstoðardómara í leik.

Þetta bann er það lengsta í sögu tyrknesku deildarinnar. Turan missir því af fyrstu fjórtán leikjum tímabilsins en spurningin er hvort að hann missi af fleiri leikjum eftir nýjustu uppákomuna.

Fjölmiðlar í Tyrklandi greina nú frá því að Turan hafi lent í slagsmálum við Berkay Sahin sem er poppstjarna þar í landi.

Þeir hafi hisst á skemmtistað og átt í einhverjum orðaskiptum áður en þeir réðust á hvorn annan með þeim afleiðingum að Sahin nefbrotnaði og þurfti að leita aðstoðar á sjúkrahúsi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner