Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fim 11. október 2018 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Cassano lagði upp þrjú í stórsigri Virtus Entella
Antonio Cassano er í fullu fjöri
Antonio Cassano er í fullu fjöri
Mynd: Getty Images
Antonio Cassano, fyrrum landsliðsmaður Ítalíu, lagði upp þrjú mörk á tuttugu mínútum í stórsigri Virtus Entella á Rivarolese í gær.

Það var greint frá því fyrr í vikunni að Cassano væri að æfa með Virtus Entella sem er á milli deilda eins og staðan er núna.

Entella féll úr B-deildinni á Ítalíu á síðasta tímabili en kærði úrskurðinn þar sem Cesena, Bari og Avellino urðu öll gjaldþrota og taldi liðið sig eiga að spila í B-deildinni.

Liðið hóf samt sem áður leik í C-deildinni áður en málið var dregið fyrir aftur og bent á að Cesena hefði átt að missa stig á síðasta tímabili og því ætti Entella að spila í B-deildinni.

Þegar málið var tekið fyrir aftur var ákveðið að Entella myndi ekki spila fleiri leiki fyrr en niðurstaða lægi fyrir. Lítið hefur gerst á síðustu vikum og Entella ekki spilað keppnisleik í mánuð.

Það voru þá einhver gleðitíndi en Cassano er að æfa með liðinu og lagði upp þrjú mörk á tuttugu mínútum í æfingaleik í dag. Hann hefur leikið með liðum á borð við Roma, AC Milan, Sampdoria og Real Madrid á ferlinum.

Það verður fróðlegt að fylgjast með gangi mála hjá Cassano og Entella en óhætt er að segja að þetta er hið furðulegasta mál.
Athugasemdir
banner
banner
banner