Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 11. október 2018 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Fer Ramsey til Juventus á frjálsri sölu?
Aaron Ramsey í leik með Arsenal
Aaron Ramsey í leik með Arsenal
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Juventus ætlar sér að fá velska landsliðsmanninn Aaron Ramsey næsta sumar á frjálsri sölu.

Ramsey, sem er 27 ára gamall, verður samningslaus næsta sumar og er ekki útlit fyrir að hann framlengi samning sinn við Arsenal og geta því önnur lið rætt við hann í janúar.

Liverpool og Chelsea hafa sýnt honum áhuga en ítalska félagið Juventus ætlar að veita þeim samkeppni.

Talið er að Juventus sé tilbúið að bjóða honum 250 þúsund pund í vikulaun, þar sem félagið greiðir ekkert fyrir leikmanninn.

Það veltur allt á Ramsey en það mun sjálfsagt heilla að spila með Cristiano Ronaldo og fleiri stórstjörnum hjá Juventus.

Hann hefur spilað 8 leiki, skorað 1 mark og lagt upp 3 mörk á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner