Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 11. október 2018 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Tekst strákunum að stríða heimsmeisturunum?
Birkir Már Sævarsson í baráttunni við Paul Pogba á EM 2016
Birkir Már Sævarsson í baráttunni við Paul Pogba á EM 2016
Mynd: Getty Images
Tveir landsleikir eru á dagskrá í dag en karlalandsliðið mætir Frakklandi á Stade de Roudourou á meðan U21 árs liðið spilar gegn N-Írum á Floridanavellinum.

Íslenska karlalandsliðið mætir Frökkum ytra klukkan 19:00 á Stade de Roudourou í Guingamp.

Franska landsliðið vann HM í Rússlandi í sumar en síðast mættust liðin á EM 2016. Þá tapaði Ísland fyrir Frakklandi, 5-2, í 8-liða úrslitum mótsins. Frakkland komst alla leið í úrslit en tapaði fyrir Portúgal eftir framlengdan leik.

Íslenska U21 árs landsliðið mætir þá N-Írlandi í undankeppni Evrópumótsins en íslenska liðið á ekki möguleika á að komast upp úr riðlinum. Liðin mætast á Floridanavellinum í Árbæ.

Leikir dagsins:
16:45 U21 Ísland - U21 N-Írland
19:00 Frakkland - Ísland
Athugasemdir
banner
banner