Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 11. október 2018 10:30
Arnar Helgi Magnússon
Nota varalesara í rannsókn á meintum ummælum Mourinho
Mynd: Getty Images
Í byrjun vikunnar hóf enska knattspyrnusambandið rannsókn á meintum ummælum José Mourinho þjálfara Manchester United eftir leikinn gegn Newcastle um helgina.

Leikurinn byrjaði vægast sagt illa fyrir lið United og voru þeir komnir 0-2 undir eftir einungis tíu mínútur. Í síðari hálfleik náði þeir að snúa leiknum sér í hag og fóru með 3-2 sigur af hólmi.

Eftir leikinn var sjónvarpsmyndavélinni beint að andliti Mourinho þar sem hann lét nokkur vel valin orð falla.

Enska knattspyrnusambandið hefur nú brugðið á það ráð að ráða varalesara til þess að skoða það nánar hvað Mourinho sagði í myndavélina.

Verði Mourinho fundinn sekur gæti hann fengið peningasekt ásamt því að sitja uppi í stúku þegar United og Chelsea mætast í næstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Manchester United situr í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði Manchester City.
Athugasemdir
banner
banner
banner