Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 11. október 2018 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Pældi ekki mikið í tilboði frá Real Madrid
Lucas Hernandez
Lucas Hernandez
Mynd: Getty Images
Franski landsliðsmaðurinn Lucas Hernandez segist hafa hafnað tilboði frá Real Madrid í sumar.

Hernandez, sem er 22 ára gamall, er á mála hjá Atlético Madrid en hann er fæddur í Marseille í Frakklandi.

Hann flutti fjögurra ára gamall til Spánar með fjölskyldu sinni en bróðir hans, Theo, gekk til liðs við Real Madrid frá Atlético á síðasta ári.

Lucas fékk tækifæri í sumar til þess að fara til Real Madrid en hafnaði því.

„Ég pældi ekki of mikið í tilboðinu. Ég var með 100 prósent einbeitingu á Atlético Madrid og var ný búinn að skrifa undir samning," sagði Lucas.

„Atlético er mitt lið og félagið hefur gefið mér allt. Ég er heiðarleg manneskja og myndi aldrei fara til Real Madrid," sagði hann í lokin.

Lucas spilaði alla sjö leiki Frakklands á HM í sumar og er þá í hópnum sem mætir íslenska landsliðinu í kvöld.
Athugasemdir
banner