Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 11. október 2018 12:15
Arnar Helgi Magnússon
Steinþór Freyr framlengir samning sinn við KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steinþór Freyr hefur framlengt samning sinn við KA um eitt ár en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Steinþór lék 15 leiki fyrir KA í sumar og skoraði í þeim eitt mark en það var hans fyrsta mark fyrir KA. Hann glímdi við meiðsli í sumar. Steinþór er 33 ára og hefur í heildina leikið 32 leiki með KA.

Óli Stefán tók á dögunum við þjálfun KA og segist Steinþór vera ánægður með þá ráðningu.

„Mér líst mjög vel á Óla Stefán sem nýjan þjálfara og verður gaman að sjá hvaða áherslur hann mun koma með inn í klúbbinn."

„Standið á mér sjálfum er mjög gott og í raun frekar pirrandi að það komi svona í lok móts en ég ætla að byggja ofan á þetta og ná því inn í næsta tímabil. Ég er allavega byrjaður í TFW upp í KA til þess að viðhalda formi, styrk og annað,"segir Steinþór í samtali við heimasíðu KA.

„Það er alltaf góð tilfinning að vera búinn að klára samningsmál og mér hefur liðið mjög vel á Akureyri. Tíminn hjá KA hefur verið smá erfiður vegna þó nokkurra meiðsla en vonandi er sá tími búinn og ég get byrjað að einbeita mér að spila fótbolta."
Athugasemdir
banner
banner