Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 11. október 2018 17:00
Arnar Helgi Magnússon
Vertonghen frá í tvo mánuði
Mynd: Getty Images
Jan Vertonghen leikmaður Tottenham verður frá vegna meiðsla í tvo mánuði hið minnsta.

Vertonghen meiddist í leiknum gegn Huddersfield en í fyrstu var haldið að meiðslin væru ekki jafn alvarleg og raun ber vitni. Um er að ræða meiðsli aftan í læri.

Læknateymi Tottenham hlúir nú að Vertonghen á meðan flestir aðrir leikmenn eru í landsliðsverkefnum.

Toby Alderweireld liðsfélagi hans tjáði sig um meiðslin á blaðamannafundi Belga fyrir leikinn geng Sviss.

„Honum líður ekki vel en hann kemur til baka eins fljótt og hægt er. Það tekur alltaf á hausinn að vera meiddur en hann kemst í gegnum þetta og kemur til baka sterkari."

Tottenham mætir West Ham í ensku úrvalsdeildinni þegar landsleikjahlénu er lokð.
Athugasemdir
banner
banner