Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 11. október 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho með þeim fyrstu til að hringja þegar Casillas fékk hjartaáfall
Iker Casillas.
Iker Casillas.
Mynd: Getty Images
Goðsögnin Iker Casillas segir að Jose Mourinho hafi verið með þeim fyrstu til að hringja í sig eftir að þessi fyrrum markvörður Real Madrid fékk hjartaáfall í fyrra.

Casillas fékk hjartaáfall á æfingu hjá Porto í maí í fyrra en hann sneri aftur til æfinga síðastliðinn vetur.

Hann ákvað að leggja hanskana á hilluna eftir glæstan feril í sumar. Á ferli sínum vann Casillas fjölmarga titla með uppeldisfélagi sínu Real Madrid en hann gekk síðan í raðir Porto árið 2015. Þá vann Casillas HM 2010 sem og EM 2008 og 2012 með spænska landsliðinu.

Casillas og Mourinho náðu ekki vel saman þegar Mourinho þjálfaði Real Madrid. Casillas var oft á tíðum á bekknum undir stjórn Portúgalans.

Þó þeir hafi ekki náð sérlega saman þá tók Mourinho upp símtalið og hringdi í fólk tengt Casillas til að kanna stöðuna.

„Það vita það ekki margir en Mourinho var með þeim fyrstu til að hringja til að kanna hvernig mér liði," sagði Casillas við ESPN.
Athugasemdir
banner
banner
banner