sun 11. október 2020 15:46
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari Sassuolo opinn fyrir því að spila í búbblu
Roberto De Zerbi
Roberto De Zerbi
Mynd: Getty Images
Ítalski þjálfarinn Roberto De Zerbi segist opinn fyrir því að spila í búbblu ef ástandið versnar í landinu.

Áhrif Covid-19 á knattspyrnuheiminn hafa reynst afdrifarík. Ekkert var spilað í helstu deildum Evrópu frá mars til júní og nú virðist önnur bylgja herja á heiminn og útlit fyrir að það þurfi að herða á aðgerðum.

Dauðsföll á Ítalíu eru rúmlega 36 þúsund af völdum veirunnar en um það bil sex þúsund ný smit voru greind í gær. De Zerbi, sem er þjálfari Sassuolo, segist opinn fyrir því að spila í búbblu.

Áhugamenn um NBA-deildina í Bandaríkjunum hafa fylgst með liðunum spila í Disney-landi í Orlando. Þar búa þeir á meðan deildin er í gangi og hefur það tekist nokkuð vel.

„Við söknum þess að spila fótbolta með stuðningsmenn á svæðinu en við verðum spila svona undir þessum kringumstæðum," sagði De Zerbi við Radio Deejay.

„Ef við viljum klára tímabilið þá er alltaf til sú lausn að loka okkur inn í búbblu eins og þeir gera í NBA-deildinni. Við erum atvinnumenn og við elskum það sem við gerum," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner