Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 11. október 2021 18:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Birkir búinn að spila jafnmarga leiki og hinir til samans
Icelandair
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland spilar við Liechtenstein í undankeppni HM í kvöld. Þetta er síðasti heimaleikur okkar í þessari undankeppni.

Undankeppnin hefur ekki verið góð hvað varðar úrslit, og er það kannski skiljanlegt miðað við stöðuna á hópnum. Það hafa margir fallið úr hópnum af mismunandi ástæðum og margir nýir komið inn og tekið sín fyrstu skref.

Einn leikmaður sem hefur haldið sæti sínu í gegnum þetta allt er Birkir Bjarnason. Hann er fyrirliði í kvöld. Birkir hefur spilað stórt hlutverk í landsliðinu síðustu tíu árin.

Birkir spilar í kvöld sinn 103. landsleik. Eftir leikinn verður hann einum leik frá leikjameti Rúnars Kristinssonar.

Það er athyglisvert að þegar rennt er yfir byrjunarliðið í dag að þá er Birkir búinn að spila jafnmarga leiki einn og hinir tíu leikmenn liðsins til samans; 102 og 102.

Leikjafjöldi byrjunarliðsins:
13. Elías Rafn Ólafsson (m) - 1 leikur
3. Alfons Sampsted - 5 leikir
5. Guðmundur Þórarinsson - 9 leikir
8. Birkir Bjarnason - 102 leikir
9. Viðar Örn Kjartansson - 31 leikir
10. Albert Guðmundsson - 26 leikir
11. Jón Dagur Þorsteinsson - 13 leikir
14. Daníel Leó Grétarsson - 2 leikir
16. Stefán Teitur Þórðarson - 4 leikir
20. Þórir Jóhann Helgason - 4 leikir
21. Brynjar Ingi Bjarnason - 7 leikir
Athugasemdir
banner
banner