mán 11. október 2021 19:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bjarni: Ef þú ert ekki 100 prósent, þá áttu ekki að vera hér
Icelandair
Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Victor Pálsson ákvað að draga sig úr landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Liechtenstein sem er núna í gangi.

Það var sagt frá því í gær á miðlum KSÍ að miðjumaðurinn hefði yfirgefið landsliðshópinn og haldið aftur til félagsliðs síns, Schalke 04 í Þýskalandi.

Guðlaugur Victor, sem er þrítugur að aldri, hefur byrjað á miðjunni í undanförnum leikjum en frammistaða hans á þessu ári hefur ekki verið upp á marga fiska. Hann var mjög öflugur þegar hann kom inn í liðið undir stjórn Erik Hamren.

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, sagði frá því á fréttamannafundi að það hefði verið ákvörðun leikmannsins að fara og það þyrfti að spyrja hann af hverju svo væri.

Bjarni Guðjónsson, fyrrum landsliðsmaður, var spurður út í þessi tíðindi á RÚV fyrir leik. Hann var spurður hvort hann teldi að miðjumaðurinn hefði spilað sinn síðasta landsleik.

„Það hlýtur að vera svoleiðis. Ég skil Guðlaug Victor að einhverju leyti að draga sig út ef félagsliðið er að kalla á hann. Hann er í Schalke og það er risastórt hjá honum að vera þar."

„En svo hinum megin skil ég hann ekki að vilja ekki einbeita sér að því sem er hérna í gangi. Mér fannst alltaf mjög sérstakt það sem er að gerast fyrir aftan okkur. Ef þú ert ekki hér 100 prósent, þá áttu ekki að vera hér," sagði Bjarni þegar hann var spurður út í málið.

Sjá einnig:
Eiður Smári: Ætla ekki að eyða orku í leikmenn sem eru ekki á svæðinu
Athugasemdir
banner
banner
banner