Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 11. október 2021 20:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bræðurnir saman inn á vellinum
Icelandair
Andri Lucas var að koma inn á.
Andri Lucas var að koma inn á.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bræðurnir Andri Lucas og Sveinn Aron Guðjohnsen eru núna saman inn á vellinum í leik gegn Liechtenstein í undankeppni HM.

Lestu um leikinn: Ísland 4 -  0 Liechtenstein

Þetta er í fyrsta sinn sem þeir spila saman fyrir A-landslið Íslands. Faðir þeirra, Eiður Smári Guðjohnsen, er á hliðarlínunni. Eiður, sem er einn besti fótboltamaður í sögu Íslands, er aðstoðarþjálfari landsliðsins.

Sveinn Aron er 23 ára gamall og spilar með Elfsborg í Svíþjóð. Andri Lucas er 19 ára og er á mála hjá stórveldinu Real Madrid, þar sem hann spilar í varaliðinu.

Yngsti sonur Eiðs Smára heitir Daníel Tristan og er 15 ára. Hann er á mála hjá Real Madrid og er í U17 landsliði Íslands. Hann þykir gríðarlega efnilegur.

„Genin í þessari Guðjohnsen ætt er eitthvað sem KSÍ þarf eitthvað að athuga með að frysta," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, á RÚV í síðasta mánuði. Það er eitthvað sem hægt er að taka undir.
Athugasemdir
banner
banner
banner