Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 11. október 2021 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Ungir Hamarsmenn æfðu með Horsens
Mynd: Aðsend
Í síðustu viku héldu tveir ungir leikmenn og hluti af yngri flokka þjálfurum Hamars til Horsens í Danmörku.

Óliver Þorkelsson æfði með U17 og U19 ára liði félagsins og Arnór Ingi Davíðsson æfði með U15 ára liðinu ásamt því að spila leik með liðinu.

Með í för voru þrír þjálfara yngri flokka Unnar Jóhannsson yfirþjálfari, Ísak Leó Guðmundsson og Matthías Ásgeir Ramos Rocha.

Þeir fylgdust með æfingum liðanna ásamt því að kynna sér starfsemi félagsins innan vallar sem utan. Völlurinn var svo skoðaður með Fjölnismanninum Aroni Sigurðarsyni sem spilar með aðalliði félagsins ásamt Ágústi Hlynssyni.

Ferðin gekk mjög vel og má búast við frekara samstarfi milli félaganna í framtíðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner