Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 11. nóvember 2017 10:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Sig gæti farið frá Tromsö - Stefnir á HM
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Sigurðarson er óviss um framtíð sína hjá norska liðinu Tromsö.

Aron hefur lítið komið við sögu eftir að nýr þjálfari tók við og hefur hann aðeins byrjað tvo leiki frá því í ágúst.

Aron byrjaði tímabilið vel og á einum tímapunkti leit út fyrir að hann væri á leið til Twente í Hollandi. Það varð hins vegar ekkert af því og Aron var áfram í herbúðum Tromsö.

Nú gæti hann þó verið á förum frá Tromsö. Hann ætlar að skoða sína möguleika eftir tímabilið til þess að eiga einhvern möguleika á því að komast í landsliðshóp Íslands sem fer á HM í Rússlandi.

„Mun ég fá tækifæri hérna? Ég veit það ekki. Ég þarf að skoða þá möguleika sem ég hef eftir tímabilið og vanda mig í því. Næsta tímabil er eitt mitt mikilvægasta tímabil á ferlinum vegna þess að Ísland er að fara á HM og ég vil vera í hópnum sem fer þangað. Það væri frábært að fara á HM," segir Aron við Aftenposten.

„Ég veit að ég er nógu góður," segir Aron um möguleika sína að komast í hópinn hjá landsliðinu. „Það er svekkjandi að ég skuli ekkert hafa spilað hérna og misst sæti mitt í landsliðinu."

„Það mikilvægasta er að spila vegna þess að þegar þú spilar ekki, þá kemstu ekki í íslenska landsliðið."

Aron skoraði og lagði upp í æfingaleik í gær, en það er spurning hvort það komi til með að hjálpa honum að vinna sér inn sæti í liði Tromsö.
Athugasemdir
banner
banner
banner