banner
   lau 11. nóvember 2017 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arsenal skoðar frænda Steven Gerrard
Powerade
Bobby Duncan.
Bobby Duncan.
Mynd: Getty Images
Shaw gæti verið á förum frá Man Utd.
Shaw gæti verið á förum frá Man Utd.
Mynd: Getty Images
Slúður dagsins er létt og laggott þennan laugardaginn.



Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, fylgist náið með stöðu mála hjá Manuel Lanzini (24), leikstjórnanda West Ham. Pochettino er áhugasamur um Lanzini. (Mirror)

Juventus vill næla í Hector Bellerin (22), bakvörð Arsenal. Ítalíumeistararnir hafa nú þegar sett sig í samband við forráðamenn spænska varnarmannsins. (Sun)

Paris Saint-Germain skoðar möguleikann að fá Javier Mascherano (33) í sínar raðir frá Barcelona. (Diario Gol)

Manchester United mun virkja klásúlur í samningum Juan Mata (29), Ander Herrera (28), Ashley Young (32) og Daley Blind (27) á næstunni, sem gerir það að verkum að samningar þeirra verða endurnýjaðir og gilda þá út næstu leiktíð. (Telegraph)

Everton þarf að tvöfalda laun Sean Dyche, stjóra Burnley, vilji félagið eiga möguleika á að ráða hann. (Daily Mirror)

Thiago Alcantara (26) útilokar ekki að snúa aftur til Barcelona einn daginn, en hann yfirgaf Katalóníustórveldið árið 2013 og gekk í raðir Bayern München. (Sun)

Manchester United er tilbúið að hlusta á tilboð í bakvörðinn Luke Shaw (22) í janúar, en tilboðin þurfa þá að vera hærri en 20 milljónir punda. (Daily Mail)

Arsenal sendi njósnara til að fylgjast með Bobby Duncan (16), sóknarmanni Manchester City, spila með U17 ára liði Englands. Duncan er frændi Steven Gerrard. (Daily Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner