Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 11. nóvember 2017 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Deschamps mun ekki tala við Evra í gegnum fjölmiðla
Mynd: Getty Images
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, ætlar að hafa samband við Patrice Evra á næstu dögum.

Franska félagið Marseille rifti í gær samningi sínum við Evra. Hinn 36 ára gamli Evra var líka dæmdur í bann út tímabilið hjá UEFA.

Evra fékk rauða spjaldið fyrir leik liðsins gegn Vitoria Guimares í Evrópudeildinni í síðustu viku en hann sparkaði í höfuðið á stuðningsmanni Marseille.

Deschamps þjálfaði Evra í franska landsliðinu og hann ætlar að heyra í honum og sjá hvað hann hefur að segja.

„Ég mun ekki senda honum skilaboð í gegnum ykkur (fjölmiðla). Ég mun tala við hann beint, eins og ég hef alltaf gert," sagði Deschamps eftir 2-0 sigur Frakklands á Wales í gær.

„Staða hans er mjög flókin. Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að vera í hans stöðu."
Athugasemdir
banner