Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 11. nóvember 2017 20:30
Kristófer Jónsson
Evra útilokar ekki að fara til Napoli
Mynd: Evra/Twitter
Patrice Evra hefur verið mikið í umræðunni undanfarna daga eftir að hann sparkaði í höfuð stuðningsmanns Marseille fyrir leik liðsins gegn Vitoria Guimares.

UEFA úrskurðaði Evra í sjö mánaða keppnisbann fyrir verknaðinn og rifti Marseille samningi sínum við hann í kjölfarið. Þrátt fyrir þetta hefur hinn 36 ára gamli Evra engan áhuga á að leggja skóna á hilluna.

„Hann veit að hann gerði mistök en ferilinn hans er ekki búinn. Hann er í góðu formi og það hafa nú þegar nokkur lið sett sig í samband við okkur." segir Federico Pastorello umboðsmaður kappans.

Evra hefur verið orðaður við Napoli eftir að vinstri bakvörður þeirra Faouzi Ghoulam meiddist á hné. Evra væri þá einungis gjaldgengur í deildarleikjum vegna fyrrnefnds keppnisbanns. Pastorello vill ekki útiloka þennan kost.
Athugasemdir
banner
banner
banner