Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 11. nóvember 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lukaku jafnaði markametið - Allar líkur á að hann bæti það
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Romelu Lukaku skoraði tvö mörk þegar Belgía gerði 3-3 jafntefli gegn Mexíkó í vináttulandsleik í gær.

Lukaku hefur gengið í gegnum erfiða tíma að undanförnu og ekki náð að skora í langan tíma fyrir félagslið sitt, Manchester United.

Hann reimaði hins vegar á sig markaskóna í gær með Belgíu.

Eden Hazard kom Belgum yfir þegar hann fylgdi á eftir skoti Lukaku. Mexíkóar jöfnuðu fyrir hálfleik með marki Andres Guardado, en í upphafi seinni hálfleiks kom Lukaku Belgum aftur yfir. Hirving Lozano, leikmaður PSV, tók þá upp á því að skora tvö mörk og koma Mexíkó í 3-2 áður en Lukaku skoraði aftur og jafnaði 3-3. Þar við sat.

Lukaku jafnaði markametið hjá belgíska landsliðinu með seinna marki sínu, hann hefur nú skorað 30 landsliðsmörk, líkt og Paul Van Himst og Bernard Voorhoof. Mjög líklegt er að Lukaku bæti síðan metið en hinir tveir eru löngu hættir í boltanum.



Athugasemdir
banner
banner