Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 11. nóvember 2017 19:14
Kristófer Jónsson
Morata vill fá Isco til Chelsea
Mynd: Getty Images
Alvaro Morata, framherji Chelsea, hefur farið vel af stað í ensku úrvalsdeildinni síðan að hann kom frá Real Madrid í sumar.

Þessi spænski framherji undirbýr sig núna með spænska landsliðinu fyrir vináttulandsleiki gegn Costa Rica og Rússlandi. Í viðtali nú á dögunum var hann spurður hvaða liðsfélaga sinn úr landsliðinu hann myndi vilja fá til Chelsea en hann valdi þar miðjumanninn Isco.

„Ég myndi taka Isco með mér. Hann er lykilleikmaður bæði hjá Real Madrid og spænska landsliðinu."sagði Morata í viðtalinu.

Isco og Morata léku einmitt saman í liði Real Madrid á síðasta tímabili en þeir eru góðir vinir utan vallar.

„Hann er óstöðvandi þegar að hann spilar sinn leik. Hann getur breytt leikjum og gert gæfumuninn. Ofan á allt er hann góður vinur."sagði Morata að lokum
Athugasemdir
banner