lau 11. nóvember 2017 06:00
Helgi Fannar Sigurðsson
Undankeppni HM: Ástralir svekktir að hafa ekki unnið í Hondúras
Reynsluboltinn Tim Cahil er lykilmaður fyrir Ástrali. Hann gat ekki spilað í fyrri leiknum gegn Hondúras vegna meiðsla en ætti að vera klár í seinni leikinn.
Reynsluboltinn Tim Cahil er lykilmaður fyrir Ástrali. Hann gat ekki spilað í fyrri leiknum gegn Hondúras vegna meiðsla en ætti að vera klár í seinni leikinn.
Mynd: Getty Images
Hondúras og Ástralía mættust í fyrri leik sínum í umspili um sæti á lokakeppni HM sem fram fer í Rússlandi næsta sumar.

Ástralir voru mun hættulegri aðilinn í leiknum en náðu þó ekki að skora og lauk leiknum því með markalausu jafntefli.

Þeir eru svekktir yfir því að hafa ekki náð að skora. Þá fengu þeir dæmda vítaspyrnu í leiknum en dómarinn skipti um skoðun og hætti við vítið eftir að hafa ráðfært sig við aðstoðardómarann.

Seinni leikur liðanna verður svo í Ástarlíu næstkomandi miðvikudag.

Ástralir hafa fjórum sinnum verið með í lokakeppni HM á meðan Hondúras hefur tekið þátt tvisvar.

Einnig varð markalaust í leik Nýja-Sjálands og Perú. Talið var að Suður-Ameríkuliðið færi létt í gegnum þessa viðureign en það er spenna fyrir seinni leikinn. Winston Reid í vörn Nýja-Sjálands átti stórleik í fyrri leiknum.

Hondúras 0-0 Ástralía

Nýja-Sjáland 0 - 0 Perú

Athugasemdir
banner
banner