Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 11. nóvember 2018 21:12
Ívan Guðjón Baldursson
Aserbaídsjan: Hannes vann þriðja leikinn í röð
Mynd: Anna Þonn
Gabala 1 - 3 Qarabag
1-0 James ('33)
1-1 I. Emeghara ('47)
1-2 Michel ('64)
1-3 F. Ozobic ('69)

Hannes Þór Halldórsson var í marki Qarabag sem lagði Gabala að velli í efstu deild í Aserbaídsjan í dag.

Hannes var mikið á bekknum þegar hann kom fyrst til félagsins en er nú orðinn aðalmarkvörðurinn og búinn að spila fjóra leiki í röð, síðustu þrír enduðu með sigri.

Hannes fékk tækifæri gegn Keshla í lok október og átti stórgóðan leik. Hann hefur verið í byrjunarliðinu síðan, en frábæra markvörslu hans úr leiknum er hægt að sjá hér fyrir neðan.

Qarabag er í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum eftir Neftci Baku.




Athugasemdir
banner
banner