Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 11. nóvember 2018 16:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Everton hékk á stiginu gegn Chelsea
Úr leiknum.
Úr leiknum.
Mynd: Getty Images
Gylfi fór af velli á 75. mínútu. Vonandi er allt í lagi með hann.
Gylfi fór af velli á 75. mínútu. Vonandi er allt í lagi með hann.
Mynd: Getty Images
Morata átti erfitt uppdráttar.
Morata átti erfitt uppdráttar.
Mynd: Getty Images
Chelsea 0 - 0 Everton

Everton varðist vel og náði í stig á Brúnni gegn Chelsea í öðrum leik ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Leikurinn var að klárast.

Everton byrjaði af krafti en eftir því sem leið á leikinn þá fór Chelsea að taka meira yfir.

Á 28. mínútu leiksins fékk Jorginho að líta gult spjald fyrir ljóta tæklingu á Gylfa Þór Sigurðssyni. Margir vildu sjá annan lit á spjaldinu enda var tæklingin býsna ljót.


Marco Alonso fékk líklega besta færi fyrri hálfleiks en Jordan Pickford varði vel frá honum úr frekar þröngu færi. Leikurinn var harður og fóru nokkur gul spjöld á loft.

Seinni hálfleikur var eign Chelsea en þeir náðu ekki að koma boltanum inn. Alvaro Morata, sóknarmaður Chelsea, var mikið rangstæður og það hafði áhrif á flæðið í sóknarleik Chelsea.


Lokatölur 0-0. Gylfi fór af velli á 75. mínútu. Vonandi er allt í lagi með hann eftir þessa tæklingu frá Jorginho. Framundan eru landsleikir en íslenska liðið má ekki við því að missa hann.

Hvað þýða þessi úrslit?
Chelsea er enn ósigrað, með 28 stig í þriðja sæti. Everton er í níunda sæti með 19 stig.

Klukkan 16:30 hefjast tveir leikir í ensku úrvalsdeildinni, þar á meðal er stórleikur Manchester City og Manchester United. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.
Athugasemdir
banner
banner
banner