Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 11. nóvember 2018 15:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðjón Pétur æfði með Blikum í gær
Guðjón Pétur í leik með Val.
Guðjón Pétur í leik með Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net æfði miðjumaðurinn Guðjón Pétur Lýðsson með Breiðabliki í gær.

Guðjón Pétur yfirgaf Íslandsmeistara Vals síðastliðinn fimmtudag.

Guðjón, sem er þrítugur, hefur leikið síðustu þrjú tímabil með Val og orðið Íslandsmeistari tvisvar sinnum með félaginu en hann gerði þrjú mörk í 16 leikjum á síðasta tímabili.

Í síðustu viku sagði Guðjón við Fótbolta.net að hann hefði rætt við fjögur lið. Hann hefur verið orðaður við Fylki en Breiðablik virðist líka vera inn í myndinni.

Guðjón hefur spilað fyrir félög á Íslandi á borð við Breiðablik, Hauka, Álftanes, Stjörnuna og svo lék hann einnig með Helsingborg í Svíþjóð.

Í heildina á Guðjón 271 leiki í deild- og bikar hér á landi og hefur hann gert 59 mörk í þeim.

Mál Guðjóns ættu að skýrast í vikunni.

Breiðablik hafnaði í öðru sæti Pepsi-deildarinnar síðastliðið sumar, tveimur stigum á eftir Val.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner