Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 11. nóvember 2018 15:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Holland: Albert byrjaði - Excelsior tapaði 7-1
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Albert Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar sem vann góðan útisigur gegn ADO Den Haag.

Leikurinn endaði 1-0. Sigurmark AZ gerði Guus Til á 50. mínútu.

Albert, sem er á leið í verkefni með íslenska landsliðinu, var tekinn af velli á 67. mínútu leiksins.

AZ er í sjötta sæti hollensku úrvalsdeildarinnar með 18 stig þegar liðið er búið með 12 leiki.

Í Rotterdam lagði Elías Már Ómarsson upp mark fyrir Excelsior í hvorki meira né minna en 7-1 tapi gegn Ajax. Elías Már lagði upp mark fyrir Ali Messaoud á 52. mínútu. Hann lagði þá stöðuna í 3-1. Ajax vann að lokum 7-1.

Elías Már lék allan leikinn en Mikael Anderson kom inn á sem varamaður á 72. mínútu.

Excelsior er í 13. sæti. Ajax er í öðru sæti, fimm stigum á eftir toppliði PSV sem hefur unnið alla sína leiki hingað til.
Athugasemdir
banner