Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 11. nóvember 2018 21:32
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Higuain trylltist er Milan tapaði fyrir Juve
Mynd: Getty Images
Milan 0 - 2 Juventus
0-1 Mario Mandzukic ('8)
0-2 Cristiano Ronaldo ('81)
Rautt spjald: Gonzalo Higuain, Milan ('83)

Gonzalo Higuain er skúrkurinn í Mílanó í kvöld eftir að fyrrverandi liðsfélagar hans í Juventus komu, sáu og sigruðu á San Siro.

Mario Mandzukic kom Ítalíumeisturunum yfir snemma leiks en heimamenn fengu kjörið tækifæri til að jafna undir lok fyrri hálfleiks.

Medhi Benatia fékk þá vítaspyrnu dæmda á sig þegar boltinn fór í höndina hans og steig Higuain á punktinn.

Cristiano Ronaldo, fyrrverandi liðsfélagi Higuain hjá Real Madrid, hvíslaði einhverju að Wojciech Szczesny í marki Juve og skutlaði Pólverjinn sér í rétt horn og náði að blaka spyrnunni í stöngina og út.

Juve stjórnaði leiknum í síðari hálfleik en náði ekki að auka forystuna fyrr en á lokakaflanum, þegar Cristiano Ronaldo fylgdi skoti Joao Cancelo eftir með marki.

Skömmu síðar fékk Higuain gult spjald fyrir að brjóta á Benatia en argentínski sóknarmaðurinn tók ekki vel í það og öskraði á dómarann, sem gaf honum annað spjald og rak hann af velli.

Higuain gjörsamlega trompaðist við seinna spjaldið og þurftu leikmenn beggja liða að hjálpast að við að róa hann niður og koma honum af vellinum.

Meira var ekki skorað og verðskuldaður sigur Juve í höfn. Juve er með sex stiga forystu á toppi deildarinnar á meðan Milan er í fimmta sæti, einu stigi frá Meistaradeildarsæti.




Athugasemdir
banner
banner