sun 11. nóvember 2018 20:13
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho: Strákarnir fundu fyrir pressunni
Mynd: Getty Images
Manchester United tapaði 3-1 fyrir Manchester City í enska boltanum í dag og var Jose Mourinho rólegur að leikslokum.

„Mér fannst þetta ekki slæm frammistaða, okkur var refsað fyrir þrjú mistök. Það gengur ekki að gera svona mistök gegn liði eins og City," sagði Mourinho.

„Við áttum tvo erfiða útileiki í röð og ég held að strákarnir hafi fundið fyrir pressunni. Það er eitt að keppa við eitt besta lið í heimi á útivelli og það er annað að vinna Shakhtar Donetsk þægilega 6-0 á heimavelli.

„Við spiluðum þrjá erfiða útileiki á einni viku á meðan Man City átti þrjá heimaleiki."


Sett var spurningamerki við frammistöðu David De Gea í leiknum og var Mourinho snöggur að koma honum til varnar.

„Þetta snýst ekki um David De Gea, þetta snýst um að við eigum ekki að tapa boltanum eins og við gerðum. Þeir hefðu ekki skorað hefðum við ekki tapað boltanum."

Paul Pogba var ekki í leikmannahópi Man Utd vegna meiðsla sem hann hlaut gegn Juventus.

„Auðvitað söknuðum við Pogba, fjarvera hans hafði áhrif á leikskipulagið okkar. Marouane Fellaini þurfti að byrja í hans stað þrátt fyrir að vera ekki tilbúinn til að spila 90 mínútur. Ég get ímyndað mér að leikurinn hefði þróast öðruvísi hefði ég sett Fellaini inn í stöðunni 2-1. Þeir hefðu lent í miklum vandræðum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner