Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 11. nóvember 2018 12:05
Elvar Geir Magnússon
Newberry áfram í Ólafsvík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Michael Newberry hefur gert nýjan samning við Víking Ólafsvík sem gildir út næsta tímabil.

„Michael kom til Víkings fyrir seinasta tímabil og stóð sig afar vel. Það er okkur því mikið ánægjuefni að bjóða hann velkominn aftur til Ólafsvíkur," segir á heimasvæði Ólafsvíkurliðsins á Facebook.

Newberry er breskur miðvörður sem verður 21 árs í næsta mánuði.

Hann lék áður með U23 ára liði Newcastle United. Newberry vann verðlaun árið 2016 sem besti ungi leikmaður Newcastle. Verðlaun sem m.a. Andy Carroll og Shola Ameobi hafa unnið

Í sumar lék hann 20 leiki í Inkasso-deildinni en Víkingur endaði í fjórða sæti. Þá lék hann tvo leiki í Mjólkurbikarnum þar sem liðið komst í undanúrslit.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner