Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 11. nóvember 2018 14:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Álasund í umspil - Axel deildarmeistari með Viking
Hólmbert Aron Friðjónsson.
Hólmbert Aron Friðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norsku 1. deildinni var að ljúka, lokaumferðin fór fram í dag.

Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði eina mark Álasund sem vann 1-0 sigur gegn Strømmen. Því miður kom þetta mark Álasundi ekki upp, liðið þarf að fara í umspil.

Aron Elís Þrándarson og Daníel Leó Grétarsson spiluðu allan leikinn eins og Hólmbert. Adam Örn Arnarson kom inn á fyrir Álasund og spilaði síðustu 10 mínúturnar.

Álasund hafnar í þriðja sæti en liðinu tókst ekki að enda mótið nægilega vel.

Álasund endar einu stigi á eftir Mjøndalen sem vann 2-0 sigur gegn Florø í dag. Tvö efstu liðin fara beint upp en ásamt Mjøndalen er það Viking sem fer upp. Axel Óskar Andrésson, varnarmaðurinn efnilegi, hefur leikið með Viking á seinni hluta tímabilsins á láni frá Reading.

Axel Óskar lék allan leikinn í 3-1 sigri gegn Kongsvinger núna áðan. Viking vinnur deildina.

Hólmbert Aron næstmarkahæstur
Eins og áður kemur fram þarf Álasund að fara í umspil um sæti í úrvalsdeildinni. Stór ástæða fyrir því að Álasund er á þessum stað í deildinni er Hólmbert Aron Friðjónsson.

Hólmbert hefur átt frábært fyrsta tímabil í Noregi. Hann skoraði í dag sitt 19. mark í deildinni.

Hann endar sem næstmarkahæsti leikmaður B-deildarinnar, á eftir Tommy Høiland, sóknarmanni Viking sem skoraði 21 mark.
Athugasemdir
banner
banner
banner