Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   sun 11. nóvember 2018 21:46
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Fjórði sigur Real í röð
Mynd: Getty Images
Celta Vigo 2 - 4 Real Madrid
0-1 Karim Benzema ('23)
0-2 Gustavo Cabral ('56, sjálfsmark)
1-2 Hugo Mallo ('61)
1-3 Sergio Ramos ('83)
1-4 Dani Ceballos ('91)
2-4 Brais Mendez ('94)
Rautt spjald: Gustavo Cabral, Celta ('87)

Real Madrid vann fjórða leikinn í röð með Santiago Solari við stjórnvölinn er liðið heimsótti Celta Vigo í spænska boltanum í kvöld.

Karim Benzema skoraði fyrsta mark leiksins eftir góða sendingu frá Luka Modric og voru gestirnir frá Madríd yfir í hálfleik.

Gustavo Cabral var óheppinn að skora sjálfsmark í síðari hálfleik en Hugo Mallo minnkaði muninn niður í eitt mark skömmu síðar.

Sergio Ramos tvöfaldaði forystu Real á nýjan leik þegar hann skoraði úr vítaspyrnu að hætti Panenka. Fjórum mínútum síðar var Cabral svo rekinn af velli með sitt seinna gula spjald.

Dani Ceballos bætti fjórða marki Real við í uppbótartíma og minnkaði Brais Mendez muninn áður en dómarinn flautaði til leiksloka.

Real er í sjötta sæti spænsku deildarinnar, fjórum stigum eftir Barcelona. Celta er í neðri hluta deildarinnar, fjórum stigum frá fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner