Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 11. nóvember 2018 17:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Real Betis skellti Barcelona
Messi skoraði tvö en það gerði ekki mikið fyrir Barcelona.
Messi skoraði tvö en það gerði ekki mikið fyrir Barcelona.
Mynd: Getty Images
Real Betis gerði sér lítið fyrir og skellti Barcelona á Nývangi í spænsku úrvalsdeildinni í dag.

Lionel Messi sneri aftur í lið Barcelona og hann skoraði tvö mörk í leiknum en það var ekki nóg. Real Betis leiddi 2-0 í hálfleik, Messi minnkaði muninn úr vítaspyrnu á 68. mínútu en þremur mínútum síðar komst Betis aftur í tveggja marka forystu.

Arturo Vidal minnkaði muninn fyrir Börsunga í 3-2 á 79. mínútu en nokkrum mínútum síðar komst Betis aftur í tveggja marka forystu. Ivan Rakitic hafði þá stuttu áður látið reka sig af velli með rautt spjald.

Messi minnkaði muninn enn á ný fyrir Barcelona í uppbótartíma en lengra komust heimamenn ekki og lokaniðurstaðan 4-3 sigur Real Betis. Óvæntar lokatölur í Katalóníu.

Barcelona er áfram á toppnum í deildinni með 24 stig. Real Betis er komið upp í 12. sæti með þessum sigri.

Í hinum leik dagsins sem búinn er á Spáni, þar hafði Alaves betur gegn Huesca. Alaves er í þriðja sæti en Huesca er á botninum.

Barcelona 3 - 4 Betis
0-1 Junior Firpo ('20 )
0-2 Joaquin ('34 )
1-2 Lionel Andres Messi ('68 , víti)
1-3 Giovani Lo Celso ('71 )
2-3 Arturo Vidal ('79 )
2-4 Sergio Canales ('83 )
3-4 Lionel Andres Messi ('90 )
Rautt spjald:Ivan Rakitic, Barcelona ('82)

Alaves 2 - 1 Huesca
0-1 Moi Gomez ('35 )
1-1 Jony ('41 )
2-1 Ruben Sobrino ('68 )

Það eru þrír leikir eftir í spænsku úrvalsdeildinni í dag.

17:30 Rayo Vallecano - Villarreal
17:30 Sevilla - Espanyol
19:45 Celta Vigo - Real Madrid
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner